Erlent

Konungsskipið bjargaði ungum Svíum

Óli Tynes skrifar
Danska konungsskipið Dannebrog.
Danska konungsskipið Dannebrog.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að allt fór í háaloft í knattspyrnuleik Dana og Svía á föstudaginn, mátti sjá hina hliðina á samskiptum landanna. Danska konungsskipið Dannebrog bjargaði tveim ungum Svíum úr sjávarháska.

Piltarnir höfðu farið út á sautjan feta jullu. Þeir lentu í slíkum vandræðum að þeim þótti ráðlegast að skjóta á loft neyðarblysum. Dannebrog var á æfingasiglingu á þessum slóðum og kom unglingunum til hjálpar. Enginn úr konungsfjölskyldunni var um borð þegar þetta gerðist.

Dannebrog var smíðað árið 1932 og er því komið vel til ára sinna. Því er hinsvegar svo við haldið að ekki sést á því blettur nokkursstaðar. Auk þess er það með fallegri skipum sem sigla um heimshöfin, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Það er danski flotinn sem leggur til áhöfn á Dannebrog og þykir mikill heiður að vera valinn þar í skipsrúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×