Erlent

Íranar borga ekki kjarnorkuverið

Óli Tynes skrifar

Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. Fréttaskýrendur segja Rússa hafa áhyggjur af utanríkisstefnu Írana, en í gær sagði forseti landsins til dæmis að búið væri að þrýsta á kjarnorkuhnappinn sem leiði til eyðingar Ísraelsríkis.

Sergei Kiriyenko yfirmaður rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að Íranar hafi ekki greitt nema 20 milljónir dollara það sem af er þessu ári. Með réttu hefðu þeir átt að borga 25 milljónir dollara á mánuði.

Upphaflega átti kjarnorkuverið að vera tilbúið í september á þessu ári, en óvíst er hvort af því verður úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×