Erlent

Farðu til Rómar og vertu skakkur

Óli Tynes skrifar
Hringleikahúsið í Róm.
Hringleikahúsið í Róm.

Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass.

Magnið af þessum efnum var vel undir hættumörkum. Það var hinsvegar svo mikið að vísindamennirnir urðu furðu lostnir.

Mest var kókaínmengunin í miðborginni, í grennd við háskólann. Hún var þar að vísu fimm sinnum undir hættumörkum. Vísindamennirnir telja þó fulla ástæðu til frekari rannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×