Erlent

Blair setti sjö lög á dag

Óli Tynes skrifar
Blair var iðinn við kolann, í þinghúsinu.
Blair var iðinn við kolann, í þinghúsinu.

Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja vegna aðildar að Evrópusambandinu. Þau eru líka talin í þúsundum.

Stjórnarandstæðingar segja að vonum að þeir Tony Blair og Gordon Brown séu laga-óðir. Þeir haldi að svarið við öllum vandamálum sé að setja ný lög.

Það þýði þó lítið eins og sjá megi á því að ofbeldisglæpum hafi fjölgað um helming, heilbrigðisþjónustan sé í rúst og alltof mörg ungmenni hætti í skóla án þess að útskrifast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×