Erlent

Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur

Óli Tynes skrifar
Frá Jóhannesarborg.
Frá Jóhannesarborg.

Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban.

Spenna hefur farið vaxandi síðan verkfallið hófst á föstudag. Opinberum starfsmönnum hefur verið boðin sex prósenta launahækkun en þeir krefjast tólf prósenta. Uppúr sauð í þessari deilu þegar opinber úrskurðarnefnd skammtaði Tambo Mbeki forseta 57 prósenta launahækkun.

Opinberir starfsmenn saka forsetann um að ganga erinda stórfyrirtækja, til þess að laða erlenda fjárfesta til Suður-Afríku. Opinberir starfsmenn og aðrar láglaunastéttir hafi verið settar til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×