Erlent

Kennir al-Kaída um árásina

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi.

„Þetta var verknaður al-Kaída og hann átti að skjóta ríkisstjórninni og almenning skelk í bringu,“ sagði hann í útvarpsviðtali eftir atburðinn. „Við höfum verið þolinmóð ansi lengi. Við getum ekki lengur lifað með þessum hryðjuverkamönnum í Mogadishu. Við verðum að útiloka þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×