Erlent

Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár

Andrew Speaker sést hér til hægri ásamt konu sinni.
Andrew Speaker sést hér til hægri ásamt konu sinni.

Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna.

Allir sem ferðuðust með honum hafa verið hvattir til þess að láta prófa sig en allt að átta til tíu vikur geta liðið frá smiti þangað til einkenni koma fram. Engu að síður er talið að mesta smithættan sem stafaði af Speaker sé nú liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×