Erlent

Með kúlu í höfðinu í 64 ár

Guðjón Helgason skrifar

Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár.

Jin Guangying er 77 ára. Hún var 13 ára 1943 þegar japanskir hermenn skutu á hana þar sem hún var að færa föður sínum mat. Hann var liðsmaður í skæruliðasveit sem barðist gegn her Japanskeisara sem hafði ráðist inn í Djansú-hérað í Kína 7 árum áður.

Móðir Gvangjíng hjúkraði henni og hún jafnaði sig. Ekki var þó vitað að kúlan sæti föst í höfði hennar fyrr en börn hennar fór með hana til læknis nýlega vegna flogakasta.

Zhou Hong, læknir Jin, segir kúluna ekki hafa komið í höfuð hennar á viðkvæmum stað. Hún hafi til að mynda ekki haft áhrif á andadrátt hennar og hjartslátt. Hún gæti hafa lifað af þar sem kúlan hafi ekki farið inn á nægilega miklum hraða, þó það sé ólíklegt almennt.

Eftir að kúlan hafði verið fjarlæðg var Gvangjíng útskrifuð af sjúrkahúsinu, við hestaheilsu að sögn lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×