Körfubolti

Útlitið dökkt hjá Seattle

NordicPhotos/GettyImages

Viðskiptajöfurinn Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, segir útlitið dekkra en nokkru sinni varðandi framtíð félagsins í Seattle. Hann reiknar fastlega með því að liðið verði flutt til Kansas City eða Oklahoma City eftir næstu leiktíð ef ekki verði róttækar breytingar á stöðu mála.

Deilur hafa staðið lengi milli eigenda Seatte, borgaryfirvalda og forráðamanna NBA deildarinnar vegna fyrirhugaðrar byggingar nýrrar keppnishallar í Seattle. Árangurinn í þessum viðræðum er enginn enn sem komið er og því er Bennett, sem keypti liðið fyrir rúmu ári, þegar farinn að ræða flutning liðsins til Oklahoma eða Kansas.

Seattle datt heldur betur í lukkupottinn í nýliðalotteríinu á dögunum þar sem félagið fékk annan valrétt og talið var að það gæti hleypt nýju lífi í viðræður. Það hefur ekki gerst, en þó hefur miðasala á leiki liðsins á næstu leiktíð farið fram úr björtustu vonum. Supersonics er gamalgróið félag í NBA deildinni sem á sér frábæra stuðningsmenn og því verður að teljast hálf nöturlegt að það sé nú líklega að spila sína síðustu leiktíð í Seattle.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×