San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City 29. maí 2007 04:02 Manu Ginobili var óstöðvandi í fjórða leikhlutanum í nótt og skoraði þar 15 af 22 stigum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum