Utah sneri við dæminu á heimavelli 27. maí 2007 03:52 Menn leiksins Deron WIlliams og Carlos Boozer ræða hér saman í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira