Fótbolti

Beckham fór á kostum í sigri Real Madrid

David Beckham og Ruud Van Nistelrooy fagna í kvöld
David Beckham og Ruud Van Nistelrooy fagna í kvöld AFP

David Beckham hélt upp á landsliðssæti sitt með frábærum hætti í kvöld þegar hann var maðurinn á bak við 3-1 sigur Real Madrid á Deportivo í spænsku deildinni. Beckham átti þátt í tveimur marka heimamanna og átti stangarskot úr aukaspyrnu í leiknum.

Sergio Ramos kom Real í 1-0 í fyrri hálfleik eftir undirbúning frá Beckham, sem lagði svo upp fallegt skallamark fyrir Raul á 58. mínútu. Áður höfðu gestirnir jafnað leikinn á verðskuldaðan hátt með marki frá Capdevila, en það var svo Ruud Van Nistelrooy sem innsiglaði sigur Real með 23. marki sínu á leiktíðinni á 75. mínútu.

Sigur Real þýðir að Barcelona verður að vinna Getafe síðar í kvöld - en sá leikur hefst klukkan 20 og er í beinni á Sýn. Real hefur þriggja stiga forskot á Barca á toppi deildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×