Fótbolti

Sjötti sigur Villarreal í röð

Hinn íslenskættaði Tomasson (til hægri) fagnar hér marki sínu með félögum sínum í kvöld
Hinn íslenskættaði Tomasson (til hægri) fagnar hér marki sínu með félögum sínum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Spænska liðið Villarreal setti í dag félagsmet með sjötta sigrinum í röð þegar liðið lagði Valencia 3-2 á útivelli. Möguleikar Valencia á meistaratitlinum eru því nánast úr sögunni. Varamaðurinn Jon Dahl Tomasson stal senunni í lokin og tryggði Villarreal sigur með því að skora eitt mark og leggja upp annað.

Markahrókurinn David Villa kom Valencia á bragðið á 21. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en Diego Forlan jafnaði fyrir gestina á 35. mínútu. Jon Dahl Tomasson breytti svo gangi leiksins þegar hann kom inn sem varamaður á 78. mínútu og skoraði fyrir Villarreal með sinni fyrstu snertingu. Hann lagði svo upp þriðja mark liðsins fyrir Diego Forlan á 87. mínútu og tryggði sigurinn.

Moretti minnkaði muninn með skalla í uppbótartíma eftir aukaspyrnu David Villa, en lengra komst Valencia ekki og því eru titilvonir liðsins úr sögunni ef Real Madrid eða Barcelona fá stig í síðustu umferðunum. Villarreal er hinsvegar á mikilli siglingu og skellti sér í sjötta sætið með sigrinum.

Leikur Real Madrid og Deportivo hófst nú klukkan 18 og er í beinni á Sýn. Síðar í kvöld eigast svo við Barcelona og Getafe - einnig í beinni á Sýn.l




Fleiri fréttir

Sjá meira


×