Rashard Lewis á lausu í sumar 26. maí 2007 14:41 NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum. Lewis átti gott ár með Seattle í vetur þó liðinu gengi ekki sérlega vel, en hann skoraði yfir 22 stig að meðaltali í leik sem er það besta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann hefur verið hjá Seattle öll níu ár sín á ferlinum. Seattle getur raunar boðið Lewis besta samninginn af öllum liðum í deildinni eða sex ára samning, en óvíst er hvort hann muni taka því og hefur hann óskað eftir því að ganga í raðir sterkara liðs. Hann ætlar engu að síður að gefa Seattle möguleika á að bjóða sér góðan samning fyrst, áður en hann leitar annað. Seattle datt í lukkupottinn í nýliðalotteríinu um síðustu helgi þar sem félagið tryggði sér annan valrétt í sterku nýliðavalinu í sumar og þar mun annað hvort Kevin Durant eða Greg Oden standa liðinu til boða. Báðir leikmenn eru taldir mjög sterkir og tilbúnir að gera góða hluti strax, svo heilladísirnar virðast vera að snúast Seattle á band eftir mögur ár undanfarið. Félagið var fyrir nokkru selt til fjárfesta í Oklahoma City og talið var líklegt að næsta tímabil yrði það síðasta hjá félaginu í Seattle-borg. Í kjölfar þess að liðið fékk annan valréttinn í nýliðavalinu á dögunum hafa traustir stuðningsmenn liðsins þó heldur betur tekið við sér og seljast miðar á leiki liðsins á næsta tímabili betur en síðustu ár. Það er því loksins komin bjartsýni í stuðningsmenn þessa fornfræga félags, sem síðast komst í lokaúrslit NBA árið 1996. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum. Lewis átti gott ár með Seattle í vetur þó liðinu gengi ekki sérlega vel, en hann skoraði yfir 22 stig að meðaltali í leik sem er það besta sem hann hefur gert á ferlinum. Hann hefur verið hjá Seattle öll níu ár sín á ferlinum. Seattle getur raunar boðið Lewis besta samninginn af öllum liðum í deildinni eða sex ára samning, en óvíst er hvort hann muni taka því og hefur hann óskað eftir því að ganga í raðir sterkara liðs. Hann ætlar engu að síður að gefa Seattle möguleika á að bjóða sér góðan samning fyrst, áður en hann leitar annað. Seattle datt í lukkupottinn í nýliðalotteríinu um síðustu helgi þar sem félagið tryggði sér annan valrétt í sterku nýliðavalinu í sumar og þar mun annað hvort Kevin Durant eða Greg Oden standa liðinu til boða. Báðir leikmenn eru taldir mjög sterkir og tilbúnir að gera góða hluti strax, svo heilladísirnar virðast vera að snúast Seattle á band eftir mögur ár undanfarið. Félagið var fyrir nokkru selt til fjárfesta í Oklahoma City og talið var líklegt að næsta tímabil yrði það síðasta hjá félaginu í Seattle-borg. Í kjölfar þess að liðið fékk annan valréttinn í nýliðavalinu á dögunum hafa traustir stuðningsmenn liðsins þó heldur betur tekið við sér og seljast miðar á leiki liðsins á næsta tímabili betur en síðustu ár. Það er því loksins komin bjartsýni í stuðningsmenn þessa fornfræga félags, sem síðast komst í lokaúrslit NBA árið 1996.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira