Erlent

Hvölum sprautað á haf út

Líffræðingar hjá bandarísku strandgæslunni brugðu í gær á nýstárlegt ráð til að koma tveimur hnúfubökum sem villst höfðu upp í Sacramento-fljót í Kaliforníu aftur út haf. Þeir sprautuðu einfaldlega vatni á hvalina með kröftugum vatnsdælum og við þær aðfarir hröktust þeir frá bátnum og niður með ánni. Um var að ræða hnúfubakskýr og kálf hennar en talið er að hún hafi meiðst við það að synda í skrúfu báts. Ekki var vitað hvort hvalirnir myndu kætast yfir bunuganginum eða flýja undan honum en nú hefur hið síðarnefnda semsagt komið í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×