Golf

Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki

Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson. MYND/ÓÓJ

Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu.

Sigmundur lék völlinn í dag á pari. Þeir félagar eru nú í 11.-16. sæti, sex höggum á eftir þeim Schneider og Neumayer hafa forystu mótið að loknum tveimur dögum.

Kristján Þór Einarsson úr GKj lék hringinn í dag á 75 höggum líkt og í gær og er því samtals á 6 höggum yfir pari. Pétur Freyr Pétursson úr GR lék verr en í gær, kom inn á 78 höggum og er því á 11 höggum yfir pari.

Íslensku stelpurnar, þær Tinna Jóhannsdóttir úr Keili og Nína Björk Geirsdóttir úr Kili, hafa ekki lokið leik í dag en þær léku á 75 og 76 höggum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×