Erlent

Seinfeld stjarna á grænni grein

Óli Tynes skrifar

Það er kallað "Seinfeld bölvunin." Leikurum í Seinfeld þáttaröðinni hefur ekki gengið neitt sérlega vel að fá hlutverk eftir að þættirnir voru slegnir af. Nema hvað Jerry hefur nóg að gera. Það er þó kannski ástæðulaust að vorkenna þeim, því þau voru orðin moldrík á þáttunum.

Minnst er líklega ástæðan til þess að vorkenna Júlíu Louis-Dreyfus. Hin yndislega "Elaine" er hreint ekki á vonarvöl. Fyrir utan Seinfeld peningana á hún pabba sem er svo ríkur að jafnvel Jerry sjálfur er eins og beiningamaður við hliðina á honum.

Gerard Dreyfus er franskur kaupsýslumaður. Við bestu heilsu ennþá sem betur fer. En þegar hann fellur frá erfir Júlía eftir hann um 200 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×