Erlent

Ankara sprenging var sjálfsmorðsárás

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Slösuð kona flutt á brott af sjúkraliði.
Slösuð kona flutt á brott af sjúkraliði. MYND/AFP

Nú er ljóst að sprengjutilræðið sem varð sex manns að bana og særði meira en 100 manns í Ankara í Tyrklandi í gær var sjálfsmorðsárás. Kemal Onal ríkisstjóri höfuðborgarinnar tilkynnti í dag að rannsóknir á vettvangi leiddu þetta í ljós.

Sprengingin varð á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ulus sem er fjölfarið verslunar og markaðshverfi.

Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér, en Erdogan forsætisráðherra sagði í gær að ef um væri að ræða hryðjuverk yrði refsað fyrir þau.

Deilur hafa staðið í Tyrklandi síðustu vikur vegna vals á nýjum forseta. Tekist hefur verið hart á um aðskilnað ríkis og trúarbragða í landinu en óvíst er að það tengist árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×