Körfubolti

San Antonio - Utah í beinni á Sýn í nótt

Duncan, Parker og Ginobili voru allir í essinu sínu í fyrsta leiknum gegn Utah og þegar svo er getur ekkert lið stöðvað San Antonio
Duncan, Parker og Ginobili voru allir í essinu sínu í fyrsta leiknum gegn Utah og þegar svo er getur ekkert lið stöðvað San Antonio NordicPhotos/GettyImages

Nú fer að draga til tíðinda í úrslitakeppni NBA deildarinnar þar sem fjögur lið eru eftir í baráttunni um titilinn. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá öllum leikjum næstu vikuna og hátíðin hefst með öðrum leik San Antonio og Utah klukkan 1 í nótt.

San Antonio vann fyrsta leik liðanna í fyrrinótt nokkuð örugglega 108-100 þar sem gestirnir voru á hælunum í fyrri hálfleik en náðu að bjarga andlitinu í þeim síðari á bak við stórleik leikstjórnandans Deron Williams sem skoraði 34 stig í leiknum. Lykilmenn San Antonio, Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili, áttu allir mjög góðan leik í fyrrakvöld og ljóst að reynt lið San Antonio verður mjög erfitt viðureignar ef það heldur áfram að spila eins og það gerði í fyrsta leiknum.

Beinar Útsendingar Sýnar næstu daga:

Þriðjudagur 22.maí kl. 01:00 San Antonio - Utah Leikur # 2

Fimmtudagur 24. maí kl. 00:00 Detroit - Cleveland Leikur # 2

Laugardagur 26. maí kl. 00:30 Utah - San Antonio Leikur # 3

Sunnudagur 27.maí kl. 00:30 Cleveland - Detroit Leikur # 3

Mánudagur 28. maí kl. 01:00 Utah - San Antonio Leikur # 4

Þriðjudagur 29. maí kl. 00:00 Cleveland - Detroit Leikur # 4

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×