Erlent

Vopnahlé boðað í Líbanon

Fatah al-Islam ætlar að leggja niður vopn klukkan 11:30 að íslenskum tíma í von um að friður og ró komist á í einhvern tíma. Talsmaður hópsins sagði frá þessu nú í morgun og sagði að vopnahléið myndi halda svo lengi sem líbanski herinn gerði ekki árás. Hópurinn hefur barist við líbanska herinn í þrjá daga samfleytt. Hann tilkynnti í morgun að liðsmenn hans hefðu staðið á bak við sprengjutilræði í borginni en það hefur enn ekki verið staðfest.

Rauði krossinn biðlaði til fylkinganna tveggja um að hefja vopnahlé svo að hægt væri að hlúa að þeim sem þurfa á læknishjálp að halda. Ekkert rafmagn er í flóttamannabúðunum sem uppreisnarhópurinn heldur til í og hreint vatn er af skornum skammti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×