Erlent

Öryggisgæsla hert í Aþenu vegna úrslitaleiks meistaradeildarinnar

Fleiri en 7.500 lögregluþjónar auk þúsunda öryggisvarða hófu í morgun störf í Aþenu vegna komu 50 þúsund enskra og ítalskra fótboltaáhugamanna til borgarinnar. Þeir ætla sér að sækja úrslitaleik meistaradeildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn kemur.

Þar takast á enska liðið Liverpool og ítalska liðið AC Milan en þau mættust einnig árið 2005. Gríska lögreglan hefur sett í gang sömu aðgerðir og fyrir Ólympíuleikana árið 2004. Engin átök urðu á milli stuðningsmanna liðanna þegar þau mættust í Istanbúl árið 2005 en Liverpool bar þá sigur úr býtum eftir einn æsilegasta leik í sögu meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×