37 milljónir til atvinnulausra ungmenna 19. maí 2007 15:18 Frá Akureyri. Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær leggur til 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðueytið 2 milljónir króna. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar. Einnig var á aðalfundinum samþykkt ný og endurskoðuð stefna Rauða krossins til næstu þriggja ára. Með stefnunni er verið að bregðast við niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á síðasta ári um hverjir það eru sem verst standa í íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi í ljós brýna þörf á að efla starf með innflytjendum og sporna gegn félagslegri einangrun. Sérstök áhersla er því lögð á í nýrri stefnu að starfa með innflytjendum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun - bæði með því að efla þátttöku þeirra í starfi Rauða krossins og eins að auka þjónustu við innflytjendur. Erlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í dag. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í vinnu eða námi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær leggur til 10 milljónir, Vinnumálastofnun 5 milljónir og menntamálaráðueytið 2 milljónir króna. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að virkja ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem á í síendurteknu atvinnuleysi til að mynda vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála, og aðstoða það við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem Rauði krossinn hafði frumkvæði að því að komið var á fót árið 2000 þar sem hefur sýnt sig að fjölda ungmenna hefur tekist að fóta sig á nýju í lífinu eftir starf sitt þar. Einnig var á aðalfundinum samþykkt ný og endurskoðuð stefna Rauða krossins til næstu þriggja ára. Með stefnunni er verið að bregðast við niðurstöðu könnunar sem félagið lét gera á síðasta ári um hverjir það eru sem verst standa í íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi í ljós brýna þörf á að efla starf með innflytjendum og sporna gegn félagslegri einangrun. Sérstök áhersla er því lögð á í nýrri stefnu að starfa með innflytjendum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun - bæði með því að efla þátttöku þeirra í starfi Rauða krossins og eins að auka þjónustu við innflytjendur.
Erlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira