Fótbolti

Xavi tekur undir ummæli Eiðs Smára

Xavi er ekki sáttur með samherja sína hjá Barcelona.
Xavi er ekki sáttur með samherja sína hjá Barcelona. MYND/Getty

Xavi, spænski landsliðsmaðurinn hjá Barcelona, hefur tekið undir Eiðs Smára Guðjohnsen frá því fyrr í vetur og kennir hann slöku andrúmslofti í herbúðum liðsins um fremur válegt gengi liðsins á þessari leiktíð. Xavi segir, rétt eins og Eiður Smári, að leikmenn leggi sig ekki nægilega mikið fram.

“Hugsunarhátturinn á þessari leiktíð hefur verið á þann veg að við höldum að við vinnum leiki eingöngu vegna þess að við spilum fyrir Barcelona. En nafnið eitt vinnur ekki leiki. Við höfum klúðrað fullt af leikjum vegna lélegrar spilamennsku,” sagði Xavi í viðtali við Marca.

 Barcelona hefur vermt toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar lengst af í vetur en um síðustu helgi komst Real Madrid upp fyrir erkifjendurna þegar Xavi og félagar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Real Betis. Og Xavi segir að nú komi í ljós úr hverju leikmenn liðsins eru gerðir.

“Hvað varðar gæði leikmanna í hópnum þá erum við betri en flest önnur lið. En ef menn leggja sig ekki fram er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum. Ef við hefðum ekki gert svona mörg mistök þá værum við nú þegar búnir að tryggja okkur titilinn. Í staðinn er Real Madrid komið upp fyrir okkur án þess að hafa spilað neitt sérstaklega vel. Við verðum að snúa þessu við.”

Xavi gagnrýndi einnig liðsfélaga sinn Samuel Eto'o fyrir ummæli sem hann lét falla um þjálfarann Frank Rijkaard fyrr í vetur. “Hann gaf fjölmiðlum þannig tækifæri til að fjalla illa um liðið og síðan þá hefur andrúmsloftið ekki verið nægilega gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×