Golf

Sigurpáll lék vel í Lundi

MYND/Hari

Sigurpáll Geir Sveinsson, kyflingur úr Kili, spilaði lokahringinn á Gambro-mótinu í Lundi í Svíþjóð á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Lék hann hringina þrjá á 210 höggum eða pari og hafnaði í 12. sæti og fékk 73 þúsund krónur í verðlaunafé.

„Ég er mjög sáttur við útkomuna hjá mér, sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsta mótið mitt í sjö mánuði. Ég var að slá mjög vel í dag og vippin og púttin voru líka góð. Ég notaði 25 pútt í dag en 31 og 32 pútt á hinum tveimur hringjunum," sagði Sigurpáll í samtali við Kylfing.is.

Auðunn Einarsson úr Keili tók einnig þátt í mótinu og lék síðasta hringinn á 78 höggum, eða átta höggum yfir pari. Lék hann hringina þrjá á 224 höggum eða 14 yfir pari og hafnaði 67. sæti. Heiðar Davíð Bragason komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn í gær og var mjög ósáttur við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×