Fótbolti

Sevilla Evrópumeistari félagsliða annað árið í röð

Sevilla vann í kvöld sigur í Evrópukeppni félagsliða annað árið í röð þegar liðið lagði landa sína í Espanyol 3-1 í vítakeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Í myndbandinu með fréttinni má sjá dramatíkina í vítakeppninni.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en leikmenn Espanyol voru manni færri frá 68. mínútu eftir að Hurtado var vikið af leikvelli.

Adriano kom Sevilla yfir eftir 18 mínútur með glæsilegu einstaklingsframtaki, en Albert Riera jafnaði aðeins tíu mínútum síðar. Espanyol átti undir högg að sækja í framlengingunni manni færri og útlit fyrir að Sevilla hefði tryggt sér sigurinn þegar Frederic Kanoute kom liðinu í 2-1 skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Espanyol-menn voru þó ekki hættir og Domingos Jonatas knúði framlengingu með marki á 115. mínútu í hellirigningu á Hamden Park í Glasgow.

Í vítakeppninni héldu taugar Sevilla-manna betur og var Andres Palop markvörður hetja liðsins og varði þrjár af spyrnum Espanyol. Sevilla er aðeins annað liðið í sögunni til að verja titil sinn í Evrópukeppni félagsliða - en landar þeirra í Real Madrid höfðu áður náð þeim sérstaka árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×