Erlent

Bein útsending á Vísi: Sarkozy orðinn forseti

Jónas Haraldsson skrifar
Hér sést hvar verið er að undirbúa athöfnina í morgun.
Hér sést hvar verið er að undirbúa athöfnina í morgun. MYND/AFP

Hægt er að fylgjast með embættistöku Nicolas Sarkozy í beinni útsendingu hér á Vísi. Athöfnin hófst klukkan níu. Hann tekur við embætti forseta Frakklands af Jacques Chirac, sem hefur verið forseti í tólf ár.

Chirac kvaddi frönsku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gær eftir tólf ár í embætti. Hann sagðist stoltur af störfum sínum. Engu að síður skilur hann átta prósent þjóðarinnar eftir atvinnulaus, þjóð sem er tvískipt og óviss um hlutverk sitt í alþjóðakerfinu.

Chirac mun láta af völdum klukkan níu að íslenskum tíma. Meðal fyrstu embættisverka Sarkozy verður að halda ræðu og vera síðan viðstaddur hersýningu. Strax eftir hana mun hann síðan ferðast til Þýskalands til viðræðna við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og núverandi forseta Evrópusambandsins.

Ekki er búist við því að Sarkozy tilnefni ríkisstjórn og forsætisráðherra fyrr en á morgun. Fyrrum ráðherra og ráðgjafi Sarkozy, Francois Fillon, er talinn líklegastur til þess að verða forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×