Golf

Birgir Leifur 10 höggum á eftir efsta manni í Andalúcíu

Birgir Leifur
Birgir Leifur MYND/Getty

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék þriðja hringinn á Opna Andalúsíumótinu í morgun á tveimur höggum undir pari. Hann er núna 10 höggum á eftir efsta manni, Englendingnum Lee Westwood.

Birgir Leifur fór nokkuð illa að ráði sínu því eftir 13 holur var hann á 5 höggum undir pari eftir sex fugla og einn skolla. Hann fékk hins vegar skolla á þrettándu, fimmtándu og sextándu braut. Hann lék þriðja hringinn ná 70 höggum og er samanlagt á 5 höggum undir pari og er í 32. til fertugasta sæti.

 

Á eftir Lee Westwood kemur Spánverjinn Gonzalo Fedes Castano í öðru sæti á 14 höggum undir pari, einu höggi á eftir Westwood en jafnir í þriðja sæti eru Svíinn Fredrik Anderseon og Louis Osthusen á 12 undir pari.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×