Erlent

Páfi prédikar gegn fóstureyðingum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Benedikt páfi horfir á flugeldasýningu á fjöldafundinum í Brasilíu.
Benedikt páfi horfir á flugeldasýningu á fjöldafundinum í Brasilíu. MYND/AFP

Benedikt páfi hefur hvatt unga kaþólikka til að verjast snöru hins illa og að leyfa lífinu að renna sitt eðlilega skeið til enda. Páfinn vísaði þannig til afstöðu kaþólsku kirkjunnar gegn fóstureyðingum og samlífi fyrir hjónaband. Páfi er í fyrstu heimsókn sinni til Brasilíu eftir að hann tók við embætti.

Páfi lét ummælin falla á útifundi á Pacaembu íþróttaleikvanginum í Sao Paulo. Þar voru samankomin 40 þúsund kaþólsk ungmenni víðsvegar að frá Latnesku Ameríku. Brasilía er fjölmennasta kaþólska ríki í heimi.

Fundurinn var hápunktur fimm daga heimsóknar hans sem hófst á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×