Erlent

Fangi vinnur virt fréttamannaverðlaun

Alan Johnston fréttaritar BBC.
Alan Johnston fréttaritar BBC. MYND/BBC

Alan Johnston fréttaritari BBC sem rænt var á Gasaströnd í marsmánuði hefur unnið fréttamannaverðlaun á hinni virtu London Press Club hátíð. Verðlaunin fær hann fyrir fréttaflutning af Gasa svæðinu en hann þykir hafa varpað ljósi á hvernig ástandið hefur áhrif á venjulega Palestínumenn. Ekki hefur spurst til Alans síðan honum var rænt 12. mars síðastliðinn.

Aðstandendur verðlaunanna lögðu áherslu á að ákvörðun hefði verið tekin áður en Alan var rænt. Ránið hefur vakið sterk viðbrögð fréttamanna um allan heim, einnig meðal palestínskra fréttamanna.

Alan gekk til liðs við BBC árið 1991 og hefur meðal annars flutt fréttir frá Uzbekistan og Afghanistan. Hann hefur verið búsettur á Gasa síðastliðin þrjú ár og er eini erlendi fréttamaðurinn með fasta búsetu þar. Alan hefur fengið lof fyrir skrif sín frá svæðinu þar sem rúmlega milljón Palestínumenn búa.

Afhending verðlaunanna fór fram degi eftir að íslamskur hópur birti mynd af honum þar sem sást starfsmannaskírteini Alans hjá BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×