Erlent

Grafhvelfing Heródesar fundin

Ehud Netzer heldur á broti úr kistu sem hann telur að Heródes hafi verið lagður í. Netzer kynnti niðurstöður rannsókna sinna í dag.
Ehud Netzer heldur á broti úr kistu sem hann telur að Heródes hafi verið lagður í. Netzer kynnti niðurstöður rannsókna sinna í dag.

Eftir að hafa leitað í yfir 30 ár telur ísraelski fornleifafræðingurinn, Ehud Netzer, sig hafa fundið gröf Heródesar konungs. Heródes réð yfir Júdeu þegar Jesú Kristur fæddist.

Heródesi var lýst í Nýja testamentinu sem morðingi hinna saklausu. Þegar hann frétti af fæðingu Krists skipaði hann að öll börn undir tveggja ára aldri skyldu drepinn, segir í Matthíasarguðspjalli. Jósep faðir Jesú fékk viðvörun í draumi og flúði með Jesúbarnið til Egyptalands.

„Þegar ég áttaði mig á því að þetta var gröfin hans (Heródesar) varð ég mjög glaður," sagði prófessor Netzer við fréttavef BBC.

„Allir hafa áhuga á landinu helga og gröf Heródesar er hluti af sögu þess," sagði Netzer.

Ef fundur Netzer verður staðfestur er um að ræða gríðarlega stóra fornleifafræðiuppgötvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×