Utah vann nauman sigur á Golden State 8. maí 2007 06:01 Deron Williams fer hér framhjá Baron Davis í leiknum í nótt, en þeir léku báðir mjög vel NordicPhotos/GettyImages Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum