Detroit lúskraði aftur á Chicago 8. maí 2007 05:41 Leikmenn Chicago Bulls voru niðurdregnir í nótt eftir flenginguna í Detroit NordicPhotos/GettyImages Detroit er komið með 2-0 forystu gegn Chicago Bulls í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir annan stóran sigur í í nótt 108-87. Varnarleikur Detroit var ógnarsterkur og Chicago sá aldrei til sólar eftir að hafa lent undir 34-18 strax í fyrsta leikhluta. Detroit vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum en næstu tveir fara fram í Chicago. Tayshaun Prince skoraði 25 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst, Chris Webber skoraði 22 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. Tyrus Thomas var stigahæstur hjá Chicago með 18 stig af bekknum, Luol Deng skoraði 16 stig og þeir Ben Gordon og Ben Wallace skoruðu 13 stig hvor. Chicago-liðið var einfaldlega yfirspilað á öllum sviðum leiksins eins og í fyrstu viðureigninni og engu líkara en liðið hafi ekið á vegg í Detroit eftir að það sópaði Miami út í fyrstu umferðinni. "Þeir rassskelltu okkur í báðum leikjunum - strax frá uppkastinu í byrjun leiks og það kom mér á óvart hvað mínir menn voru slappir," sagði Scott Skiles þjálfari Chicago, sem þarf greinilega að lesa hressilega yfir sínum mönnum fyrir næsta leik. Detroit hefur ráðið ferðinni frá a til ö í einvíginu til þessa, en hörmulegur leikur Chicago-liðsins skrifast þó ekki alfarið á góðan varnarleik hjá Detroit. Bloggari nokkur í Bandaríkjunum orðaði það líklega best þegar hann skrifaði; "Detroit-liðið er að leika Ike og Chicago er Tina Turner." NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Detroit er komið með 2-0 forystu gegn Chicago Bulls í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir annan stóran sigur í í nótt 108-87. Varnarleikur Detroit var ógnarsterkur og Chicago sá aldrei til sólar eftir að hafa lent undir 34-18 strax í fyrsta leikhluta. Detroit vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum en næstu tveir fara fram í Chicago. Tayshaun Prince skoraði 25 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst, Chris Webber skoraði 22 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. Tyrus Thomas var stigahæstur hjá Chicago með 18 stig af bekknum, Luol Deng skoraði 16 stig og þeir Ben Gordon og Ben Wallace skoruðu 13 stig hvor. Chicago-liðið var einfaldlega yfirspilað á öllum sviðum leiksins eins og í fyrstu viðureigninni og engu líkara en liðið hafi ekið á vegg í Detroit eftir að það sópaði Miami út í fyrstu umferðinni. "Þeir rassskelltu okkur í báðum leikjunum - strax frá uppkastinu í byrjun leiks og það kom mér á óvart hvað mínir menn voru slappir," sagði Scott Skiles þjálfari Chicago, sem þarf greinilega að lesa hressilega yfir sínum mönnum fyrir næsta leik. Detroit hefur ráðið ferðinni frá a til ö í einvíginu til þessa, en hörmulegur leikur Chicago-liðsins skrifast þó ekki alfarið á góðan varnarleik hjá Detroit. Bloggari nokkur í Bandaríkjunum orðaði það líklega best þegar hann skrifaði; "Detroit-liðið er að leika Ike og Chicago er Tina Turner."
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira