Golf

57. sigur Tiger Woods á PGA

Woods heldur hér á sigurlaununum á Wachovia mótinu
Woods heldur hér á sigurlaununum á Wachovia mótinu NordicPhotos/GettyImages

Það eru ekki mörg mót á PGA-mótaröðinni sem Tiger Woods hefur ekki unnið. Þeim fækkaði enn í kvöld þegar hann sigraði í fyrsta sinn á Wachovia Meistaramótinu í Norður-Karólínu. Þetta var jafnframt 57. sigur hans á PGA-mótaröðinni. Þetta var sjötta mótið sem hann tekur þátt í á þessu ári og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn í þeim öllum og sigrað í þremur.

Tiger lék hringina fjóra á samtals 275 höggum (70-68-68-69), eða 13 höggum undir pari. Hann fékk rúmar 70 milljónir króna í verðlaunafé. Steve Stricker varð annar, tveimur höggum á eftir og þeir Phil Mickelson og Rory Sabbatini, sem var jafn Tiger í efsta æti fyrir lokahringinn, deildu með sér þriðja sæti, 4 höggum á eftir Tiger.

Vijay Singh, sem var aðeins einu höggi á eftir Tiger fyrir lokahringinn, lék á 74 höggum og hrapaði niður í 7. sæti á samtal 7 höggum undir pari. Hann lék lokaholuna á 7 höggum, eftir að hafa þurft að taka víti er boltinn rann út í læk við 18. flötina.

Frétt af Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×