Besti árangur Birgis Leifs á ferlinum 6. maí 2007 16:17 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna ítalska mótinu í Mílanó í dag á 69 höggum, eða 3 höggum undir pari. Hann lék hringina þrjá á samtals 13 höggum undir pari og er í 11. sæti og er ljóst að þetta er besti árangur hans á ferlinum og um leið besti árangur Íslendings á alþjóðlegu golfmóti. Hann fékk skolla á lokaholunni, sem kostaði hann nokkur þúsund evrur. Verðlaunin sem hann fær í þessu móti eru um 30 þúsund evrur eða um 2,5 milljónir króna. Hann hefur aldrei áður fengið svo mikla peninga í verðlaunafé. Hann ætti með þessum árangri í dag að hækka sig verulega á evrópska peningalistanum, en hann var í 215. sæti fyrir mótið á Ítalíu. Reikna má með að hann verði í kringum 160. sæti eftir daginn í dag. Birgir Leifur fékk fugl á 1., 5., 9., 10. og 14. holu og skolla á 8. holu og 18. holu. Hann lék fyrstu tvo hringina á 67 höggum og lék því stöðugt og gott golf í þessu móti. Þessi árangur ætti að gefa honum meira sjálfstraust í næstu verkefnum. Hann sýndi og sannaði að hann getur blandað sér í toppbaráttuna í þessum mótum. Besti árangur hans á Evrópumótaröðinni fyrir þetta mót var 25. sæti á TCL Classic mótinu í Kína í mars. Fyrir mótið í Mílanó hafði hann unnið sér inn samtals 1,2 milljónir króna á 6 mótum þannig að með árangrinum í dag er hann kominn með 3,7 milljónir í verðlaunafé í sjö mótum. Frétt af Kylfingur.is Skorkort Birgis á Ítalíu Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna ítalska mótinu í Mílanó í dag á 69 höggum, eða 3 höggum undir pari. Hann lék hringina þrjá á samtals 13 höggum undir pari og er í 11. sæti og er ljóst að þetta er besti árangur hans á ferlinum og um leið besti árangur Íslendings á alþjóðlegu golfmóti. Hann fékk skolla á lokaholunni, sem kostaði hann nokkur þúsund evrur. Verðlaunin sem hann fær í þessu móti eru um 30 þúsund evrur eða um 2,5 milljónir króna. Hann hefur aldrei áður fengið svo mikla peninga í verðlaunafé. Hann ætti með þessum árangri í dag að hækka sig verulega á evrópska peningalistanum, en hann var í 215. sæti fyrir mótið á Ítalíu. Reikna má með að hann verði í kringum 160. sæti eftir daginn í dag. Birgir Leifur fékk fugl á 1., 5., 9., 10. og 14. holu og skolla á 8. holu og 18. holu. Hann lék fyrstu tvo hringina á 67 höggum og lék því stöðugt og gott golf í þessu móti. Þessi árangur ætti að gefa honum meira sjálfstraust í næstu verkefnum. Hann sýndi og sannaði að hann getur blandað sér í toppbaráttuna í þessum mótum. Besti árangur hans á Evrópumótaröðinni fyrir þetta mót var 25. sæti á TCL Classic mótinu í Kína í mars. Fyrir mótið í Mílanó hafði hann unnið sér inn samtals 1,2 milljónir króna á 6 mótum þannig að með árangrinum í dag er hann kominn með 3,7 milljónir í verðlaunafé í sjö mótum. Frétt af Kylfingur.is Skorkort Birgis á Ítalíu
Golf Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira