Óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppni NBA 4. maí 2007 05:48 Baron Davis var hetja Golden State í einvíginu og hefur verið besti maður úrslitakeppninnar til þessa. Hann skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst á annari löppinni í nótt NordicPhotos/GettyImages Öskubuskulið Golden State Warriors er komið í aðra umferð úrslitakepninnar í NBA deildinni eftir stórsigur á Dallas Maverics í stórkostlegum sjötta leik liðanna í nótt 111-86. Þetta eru almennt talin óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, en Golden State vann einvígið 4-2. Golden State sýndi strax að liðið ætlaði ekki að þurfa að fara aftur til Dallas í einvíginu og tók strax 12-0 rispu og fékk áhorfendur á sitt bandi. Þegar nokkuð var liðið á fyrsta fjórðung byrjaði dramatíkin, þar sem Baron Davis haltraði af velli tognaður á læri og útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. Davis hefur verið besti leikmaður fyrstu umferðar allrar úrslitakeppninnar og var hetjuleg frammistaða hans á tognuðu læri og bólgnu hné eitthvað sem á eftir að fara í sögubækurnar. Davis sneri fjótlega aftur, en bókstaflega haltraði um völlinn. Það stöðvaði hann ekki i stigaskoruninni, en hann átti aftur á móti erfitt með varnarleikinn. Golden State hafði þrátt fyrir meiðsli leiðtoga síns 50-48 forystu í hálfleik. Í þriðja leikhlutanum var svo röðin komin að villingnum Stephen Jackson, en hann setti niður fjórar þriggja stiga körfur á skömmum tíma og hafði þá hitt úr öllum 7 þristum sínum í leiknum. Sýning Jackson kveikti heldur betur í áhorfendaskaranum í Oakland, þar sem Hollywood stjörnurnar létu sig ekki vanta, og vann Golden State þriðja leikhlutann 36-15. Eftir þetta náði Dallas sér aldrei á strik í leiknum og segja má að meiriparturinn af fjórða leikhlutanum hafi aðeins verið formsatriði fyrir heimamenn. Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem að öllum líkindum verður valinn verðmætasti leikmaðurinn í NBA í deildarkeppninni, náði sér aldrei á strik í leiknum. Jerry Stackhouse hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik og Josh Howard átti ágætar rispur, en Golden State sýndi og sannaði að liðið þráði sigurinn einfaldlega meira en hærra skrifaðir andstæðingarnir.Jackson sjóðandi heitur - Nowitzki ískaldurLeikmenn Dallas voru yfirspilaðir og niðurlægðir í nóttNordicPhotos/GettyImagesStephen Jackson átti frábæran leik fyrir Golden State og skoraði 33 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum. Baron Davis skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á annari löppinni, Matt Barnes skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst og Jason Richardson skoraði 15 stig. Andris Biedrins skoraði 12 stig og hirti 12 fráköst. Josh Howard og Jerry Stackhouse skoruðu 20 stig hvor fyrir Dallas, Jason Terry og Devin Harris skoruðu 13 stig hvor og Dirk Nowitzki skoraði aðeins 8 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr 2 skotum sínum af 13.Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.Dallas náði sjötta besta árangri í sögu deildarkeppninnar í NBA í vetur og vann 67 af 82 leikjum sínum. Flestir hölluðust að því nú undir vorið að lið Dallas væri sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni, eftir að það spilaði einstaklega vel í deildarkeppninni og sýndi hungur sitt eftir svekkjandi tap í lokaúrslitunum gegn Miami síðasta sumar. Þetta var áður en sirkuslið Golden State kom til sögunnar.Ótrúlegt einvígiBaron Davis faðmar Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt, en sá síðarnefndi á ekki skemmtilegt sumar í vændum eftir þessi sögulegu úrslit og á eflaust eftir að þurfa að lesa nokkrar miður jákvæðar greinar um frammistöðu sína í einvíginuNordicPhotos/GettyImagesGolden State-liðið virtist ekki líklegt til að ná góðum árangri framan af vetri, því meiðsli settu stórt strik í reikninginn og fljótlega eftir áramótin lýsti Don Nelson þjálfari því yfir í viðtali við fjölmiðla að lið hans ætti ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Það var ekki heldur til þess að auka á bjartsýni í herbúðum liðsins þegar félagið gerði stór leikmannaskipti í janúar þar sem það fékk til sín leikmenn á borð við Al Harrington og Steven Jackson. Þessi ummæli hans virkuðu sem vítamínssprauta á liðið, sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni á síðasta degi deildarkeppninnar. Þar var tónninn settur fyrir dramatíkina sem á eftir kom, en úrslit einvígisins eru ekki aðeins einhver þau óvæntustu í sögu deildarinnar - heldur var hver einasti leikur í seríunni stórkostleg skemmtun.Þetta var aðeins í þriðja skipti í sögu NBA deildarinnar sem liðið í áttunda sæti inn í keppnina slær liðið í fyrsta sæti úr keppni. Denver sló þannig út Seattle árið 1994 og New York sló út Miami árið 1999, en hafa ber í huga að það var í seríum þar sem þrjá sigra þurfti til að komast áfram. Leikurinn í nótt var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu og verður hann endursýndur að minnsta kosti einu sinni í dag. Þá er rétt að minna á að sjónvarpsstöðin Sýn verður með leikinn á dagskrá undir miðnættið í kvöld og þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá NBA söguna endurskrifaða. NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Öskubuskulið Golden State Warriors er komið í aðra umferð úrslitakepninnar í NBA deildinni eftir stórsigur á Dallas Maverics í stórkostlegum sjötta leik liðanna í nótt 111-86. Þetta eru almennt talin óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, en Golden State vann einvígið 4-2. Golden State sýndi strax að liðið ætlaði ekki að þurfa að fara aftur til Dallas í einvíginu og tók strax 12-0 rispu og fékk áhorfendur á sitt bandi. Þegar nokkuð var liðið á fyrsta fjórðung byrjaði dramatíkin, þar sem Baron Davis haltraði af velli tognaður á læri og útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. Davis hefur verið besti leikmaður fyrstu umferðar allrar úrslitakeppninnar og var hetjuleg frammistaða hans á tognuðu læri og bólgnu hné eitthvað sem á eftir að fara í sögubækurnar. Davis sneri fjótlega aftur, en bókstaflega haltraði um völlinn. Það stöðvaði hann ekki i stigaskoruninni, en hann átti aftur á móti erfitt með varnarleikinn. Golden State hafði þrátt fyrir meiðsli leiðtoga síns 50-48 forystu í hálfleik. Í þriðja leikhlutanum var svo röðin komin að villingnum Stephen Jackson, en hann setti niður fjórar þriggja stiga körfur á skömmum tíma og hafði þá hitt úr öllum 7 þristum sínum í leiknum. Sýning Jackson kveikti heldur betur í áhorfendaskaranum í Oakland, þar sem Hollywood stjörnurnar létu sig ekki vanta, og vann Golden State þriðja leikhlutann 36-15. Eftir þetta náði Dallas sér aldrei á strik í leiknum og segja má að meiriparturinn af fjórða leikhlutanum hafi aðeins verið formsatriði fyrir heimamenn. Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem að öllum líkindum verður valinn verðmætasti leikmaðurinn í NBA í deildarkeppninni, náði sér aldrei á strik í leiknum. Jerry Stackhouse hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik og Josh Howard átti ágætar rispur, en Golden State sýndi og sannaði að liðið þráði sigurinn einfaldlega meira en hærra skrifaðir andstæðingarnir.Jackson sjóðandi heitur - Nowitzki ískaldurLeikmenn Dallas voru yfirspilaðir og niðurlægðir í nóttNordicPhotos/GettyImagesStephen Jackson átti frábæran leik fyrir Golden State og skoraði 33 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum. Baron Davis skoraði 20 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á annari löppinni, Matt Barnes skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst og Jason Richardson skoraði 15 stig. Andris Biedrins skoraði 12 stig og hirti 12 fráköst. Josh Howard og Jerry Stackhouse skoruðu 20 stig hvor fyrir Dallas, Jason Terry og Devin Harris skoruðu 13 stig hvor og Dirk Nowitzki skoraði aðeins 8 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr 2 skotum sínum af 13.Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.Dallas náði sjötta besta árangri í sögu deildarkeppninnar í NBA í vetur og vann 67 af 82 leikjum sínum. Flestir hölluðust að því nú undir vorið að lið Dallas væri sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni, eftir að það spilaði einstaklega vel í deildarkeppninni og sýndi hungur sitt eftir svekkjandi tap í lokaúrslitunum gegn Miami síðasta sumar. Þetta var áður en sirkuslið Golden State kom til sögunnar.Ótrúlegt einvígiBaron Davis faðmar Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt, en sá síðarnefndi á ekki skemmtilegt sumar í vændum eftir þessi sögulegu úrslit og á eflaust eftir að þurfa að lesa nokkrar miður jákvæðar greinar um frammistöðu sína í einvíginuNordicPhotos/GettyImagesGolden State-liðið virtist ekki líklegt til að ná góðum árangri framan af vetri, því meiðsli settu stórt strik í reikninginn og fljótlega eftir áramótin lýsti Don Nelson þjálfari því yfir í viðtali við fjölmiðla að lið hans ætti ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Það var ekki heldur til þess að auka á bjartsýni í herbúðum liðsins þegar félagið gerði stór leikmannaskipti í janúar þar sem það fékk til sín leikmenn á borð við Al Harrington og Steven Jackson. Þessi ummæli hans virkuðu sem vítamínssprauta á liðið, sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni á síðasta degi deildarkeppninnar. Þar var tónninn settur fyrir dramatíkina sem á eftir kom, en úrslit einvígisins eru ekki aðeins einhver þau óvæntustu í sögu deildarinnar - heldur var hver einasti leikur í seríunni stórkostleg skemmtun.Þetta var aðeins í þriðja skipti í sögu NBA deildarinnar sem liðið í áttunda sæti inn í keppnina slær liðið í fyrsta sæti úr keppni. Denver sló þannig út Seattle árið 1994 og New York sló út Miami árið 1999, en hafa ber í huga að það var í seríum þar sem þrjá sigra þurfti til að komast áfram. Leikurinn í nótt var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu og verður hann endursýndur að minnsta kosti einu sinni í dag. Þá er rétt að minna á að sjónvarpsstöðin Sýn verður með leikinn á dagskrá undir miðnættið í kvöld og þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá NBA söguna endurskrifaða.
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum