Heigullinn af Titanic fær uppreist æru Óli Tynes skrifar 3. maí 2007 10:28 Títanic sekkur. Samtímamálverk. Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. Sir Cosmo var einn af þekktari fyrirmönnum Bretlands þegar hann steig um borð í Titanic árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Lucy, og einkaritara hennar Mabel Francatelli. Hann var menntaður í Eaton og frægur skylmingakappi sem umgekkst hefðarfólk og var aufúsugestur á bestu heimilum. En tilvera hans hrundi til grunna eftir ásakanirnar sem bornar voru fram eftir sjóslysið mikla. Það skipti engu máli þótt hann væri hreinsaður af öllum áburði fyrir sjórétti. Sögurnar lifðu áfram. Persóna hans var jafnvel leikin í kvikmyndinni Titanic árið 1997, sem festi Leonardo DiCaprio upp á stjörnuhimininn. Sir Cosmo sat innilokaður á landareign sinni í Skotlandi þartil hann lést árið 1931. Nýlega fann hinsvegar frændi Mabel Francatelli uppi á háalofti bréf sem hún skrifaði skömmu eftir slysið. Áður en ásakanirnar á hendur Sir Cosmo voru bornar fram. Þar lýsir hún á látlausan hátt því sem gerðist. Hún segir frá því að þau þrjú hafi komið að björgunarbáti sem var hálftómur og skipverjar á Titanic voru að kalla eftir fleiri konum og börnum. Mabel segir frá því að Sir Cosmo hafi reynt að fá þær til þess að fara í bátinn, en þær hafi neitað að yfirgefa hann. Sá bátur hafi þá verið sjósettur. Þau hafi þá farið að næsta báti, sem einnig var verið að sjósetja hálf tóman. Sir Cosmo hafi spurt skipverja hvort konurnar tvær kæmust með. Þær hafi sagt að þær færu því aðeins að hann kæmist líka. Skipverjarnir hafi þá hleypt þeim öllum um borð. Þá var Titanic alveg að sökkva, segir Mabel og skipverjarnir réru bátnum burt eins hratt og þeir gátu til þess að hann sogaðist ekki niður með skipinu. Taldar eru líkur á að sögusagnirnar um Sir Cosmo hafi komist á kreik vegna þess að hann hafi vikið einhverjum skildingum að skipverjunum sem réru bátnum, eftir að þeim hafði verið bjargað. Mabel minnist hinsvegar ekkert á það í bréfi sínu. Bréf Mabel kom fram í dagsljósið þegar frændi hennar kom með það til Christies uppboðshússins, ásamt björgunarvesti hennar. Flestallir þeir sem voru í björgunarbátnum höfðu ritað á það nöfn sín. Vestið verður selt á uppboði og er búist við að það skili einhverjum milljónum króna. Afkomendum Sir Cosmos þykir hinsvegar bréfið sýnu dýrmætara. Erlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. Sir Cosmo var einn af þekktari fyrirmönnum Bretlands þegar hann steig um borð í Titanic árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Lucy, og einkaritara hennar Mabel Francatelli. Hann var menntaður í Eaton og frægur skylmingakappi sem umgekkst hefðarfólk og var aufúsugestur á bestu heimilum. En tilvera hans hrundi til grunna eftir ásakanirnar sem bornar voru fram eftir sjóslysið mikla. Það skipti engu máli þótt hann væri hreinsaður af öllum áburði fyrir sjórétti. Sögurnar lifðu áfram. Persóna hans var jafnvel leikin í kvikmyndinni Titanic árið 1997, sem festi Leonardo DiCaprio upp á stjörnuhimininn. Sir Cosmo sat innilokaður á landareign sinni í Skotlandi þartil hann lést árið 1931. Nýlega fann hinsvegar frændi Mabel Francatelli uppi á háalofti bréf sem hún skrifaði skömmu eftir slysið. Áður en ásakanirnar á hendur Sir Cosmo voru bornar fram. Þar lýsir hún á látlausan hátt því sem gerðist. Hún segir frá því að þau þrjú hafi komið að björgunarbáti sem var hálftómur og skipverjar á Titanic voru að kalla eftir fleiri konum og börnum. Mabel segir frá því að Sir Cosmo hafi reynt að fá þær til þess að fara í bátinn, en þær hafi neitað að yfirgefa hann. Sá bátur hafi þá verið sjósettur. Þau hafi þá farið að næsta báti, sem einnig var verið að sjósetja hálf tóman. Sir Cosmo hafi spurt skipverja hvort konurnar tvær kæmust með. Þær hafi sagt að þær færu því aðeins að hann kæmist líka. Skipverjarnir hafi þá hleypt þeim öllum um borð. Þá var Titanic alveg að sökkva, segir Mabel og skipverjarnir réru bátnum burt eins hratt og þeir gátu til þess að hann sogaðist ekki niður með skipinu. Taldar eru líkur á að sögusagnirnar um Sir Cosmo hafi komist á kreik vegna þess að hann hafi vikið einhverjum skildingum að skipverjunum sem réru bátnum, eftir að þeim hafði verið bjargað. Mabel minnist hinsvegar ekkert á það í bréfi sínu. Bréf Mabel kom fram í dagsljósið þegar frændi hennar kom með það til Christies uppboðshússins, ásamt björgunarvesti hennar. Flestallir þeir sem voru í björgunarbátnum höfðu ritað á það nöfn sín. Vestið verður selt á uppboði og er búist við að það skili einhverjum milljónum króna. Afkomendum Sir Cosmos þykir hinsvegar bréfið sýnu dýrmætara.
Erlent Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira