Dallas hélt naumlega lífi 2. maí 2007 05:14 Dirk Nowitzki sýndi úr hverju hann er gerður á lokamínútunum í nótt þegar öll nótt virtist úti hjá Dallas NordicPhotos/GettyImages Dallas náði í nótt að afstýra óvæntustu úrslitum í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA deildarinnar - um að minnsta kosti tvo sólarhringa - þegar liðið vann mjög nauman sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Dallas 118-112. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum í lokin, en þá stimplaði Dirk Nowitzki sig loksins inn í einvígið með eftirminnilegum hætti. Leikurinn í nótt var stórkostleg skemmtun eins og allir leikirnir í einvíginu til þessa og bauð hann upp á dramatík í hæsta gæðaflokki. Dallas mætti mjög ákveðið til leiks og náði mest 21 stigs forystu, en öfugt við spár sérfræðinga gáfust gestirnir aldrei upp í leiknum. Þögn sló á annars æsta áhorfendur Dallas þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir af fjórða leikhluta - þegar Golden State komst 9 stigum yfir eftir að hafa sett niður hvert þriggjas stiga skotið á fætur öðru. Dirk Nowitzki hefur verið gagnrýndur harðlega í fjölmiðlum og meira að segja af þjálfara sínum fyrir slappa frammistöðu í einvíginu til þessa - en hann tók svo sannarlega til sinna ráða þegar útlit var fyrir að lið hans yrði niðurlægt á heimavelli. Nowitzki setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og setti niður sex af sjö vítum sínum á þessum rúmu þremur mínútum - þar sem Dallas tók 15-0 rispu og tryggði sér sigur. Leikstjórnandinn Devin Harris átti líka stórleik á lokakaflanum, bæði í vörn og sókn og náði að klippa hinn magnaða Baron Davis út í lokin. Davis fékk svo sína sjöttu villu á síðustu mínútunni og eftir það brotnaði sóknarleikur gestanna í mola. Dómgæslan á lokakaflanum var fjarri því að vera gestunum hagstæð og til að mynda var sjötta villan sem dæmd var á Baron Davis hreint út sagt fáránlegur dómur. Það breytir því ekki að Golden State fékk gullið tækifæri til að klára einvígið, en misnotaði það. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 30 stig og hirti 12 fráköst, en þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu sem hann stendur undir nafni - og ekki seinna vænna. Josh Howard skoraði 23 stig, Devin Harris 16 og Jerry Stackhouse 15, en þeir DeSagana Diop (11 stig) og Austin Croshere (9) áttu líka mikilvægan þátt í sóknarleik liðsins nokkuð óvænt. Baron Davis var enn á ný besti leikmaður Golden State og skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hann skoraði m.a. 21 stig og hitti úr öllum sjö skotum sínum í síðari hálfleiknum. Jason Richardson skoraði 23 stig og þeir Matt Barnes og Stephen Jackson skoruðu 16 stig hvor. Golden State hitti úr tæplega 70% þriggja stiga skota sinna í leiknum, en Stephen Jackson var vísað úr húsi í annað sinn í seríunni fyrir að klappa hæðnislega að dómaranum og sagði Don Nelson þjálfari að hann ætti yfir höfði sér aðra stóra sekt frá félaginu fyrir vikið. Hann var sektaður um 50,000 dollara eftir að hann var rekinn úr húsi í leik tvö.Veislan heldur áfram aðfaranótt föstudagsBaron Davis átti enn einn stórleikinn hjá Golden State í nóttNordicPhotos/GettyImages"Dirk tók liðið og setti það á herðarnar á sér í kvöld. Hann bar okkur í gegn um þennan leik og það er það sem við væntum af honum," sagði Devin George hjá Dallas."Við náðum að klára þennan leik í lokin og ég er fyrst og fremst ánægður með það. Nú er Golden State með 10,000 punda pressu á bakinu og klára okkur í næsta leik á heimavelli sínum - þeir vilja ekki þurfa að koma aftur hingað," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas."Mér er sama þó leikur sex verði spilaður á tunglinu. Við erum tilbúnir í slaginn. Þetta er áskorun og við tökum henni með sjálfstraustið í botni," sagði Jason Terry hjá Dallas brattur að vanda."Við þurftum bara að standa vaktina í vörninni í lokin en það tókst ekki. Slæm dómgreind kostaði okkur þennan leik," sagði Don Nelson þjálfari Golden State.Næsti leikur fer fram í Oakland á heimavelli Golden State í Oracle Arena, þar sem ljóst er að stemmingin verður stórkostleg. Leikurinn verður sýndur beint á NBA TV aðfararnótt föstudagsins. Leiktíminn verður nánar kynntur hér á Vísi, en þeir sem ekki hafa tök á að sjá leikinn geta væntanlega fengið að sjá hann á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. Þetta verður leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara, því hér er á ferðinni einhvert skemmtilegasta einvígi í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Dallas náði í nótt að afstýra óvæntustu úrslitum í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA deildarinnar - um að minnsta kosti tvo sólarhringa - þegar liðið vann mjög nauman sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Dallas 118-112. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum í lokin, en þá stimplaði Dirk Nowitzki sig loksins inn í einvígið með eftirminnilegum hætti. Leikurinn í nótt var stórkostleg skemmtun eins og allir leikirnir í einvíginu til þessa og bauð hann upp á dramatík í hæsta gæðaflokki. Dallas mætti mjög ákveðið til leiks og náði mest 21 stigs forystu, en öfugt við spár sérfræðinga gáfust gestirnir aldrei upp í leiknum. Þögn sló á annars æsta áhorfendur Dallas þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir af fjórða leikhluta - þegar Golden State komst 9 stigum yfir eftir að hafa sett niður hvert þriggjas stiga skotið á fætur öðru. Dirk Nowitzki hefur verið gagnrýndur harðlega í fjölmiðlum og meira að segja af þjálfara sínum fyrir slappa frammistöðu í einvíginu til þessa - en hann tók svo sannarlega til sinna ráða þegar útlit var fyrir að lið hans yrði niðurlægt á heimavelli. Nowitzki setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og setti niður sex af sjö vítum sínum á þessum rúmu þremur mínútum - þar sem Dallas tók 15-0 rispu og tryggði sér sigur. Leikstjórnandinn Devin Harris átti líka stórleik á lokakaflanum, bæði í vörn og sókn og náði að klippa hinn magnaða Baron Davis út í lokin. Davis fékk svo sína sjöttu villu á síðustu mínútunni og eftir það brotnaði sóknarleikur gestanna í mola. Dómgæslan á lokakaflanum var fjarri því að vera gestunum hagstæð og til að mynda var sjötta villan sem dæmd var á Baron Davis hreint út sagt fáránlegur dómur. Það breytir því ekki að Golden State fékk gullið tækifæri til að klára einvígið, en misnotaði það. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 30 stig og hirti 12 fráköst, en þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu sem hann stendur undir nafni - og ekki seinna vænna. Josh Howard skoraði 23 stig, Devin Harris 16 og Jerry Stackhouse 15, en þeir DeSagana Diop (11 stig) og Austin Croshere (9) áttu líka mikilvægan þátt í sóknarleik liðsins nokkuð óvænt. Baron Davis var enn á ný besti leikmaður Golden State og skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hann skoraði m.a. 21 stig og hitti úr öllum sjö skotum sínum í síðari hálfleiknum. Jason Richardson skoraði 23 stig og þeir Matt Barnes og Stephen Jackson skoruðu 16 stig hvor. Golden State hitti úr tæplega 70% þriggja stiga skota sinna í leiknum, en Stephen Jackson var vísað úr húsi í annað sinn í seríunni fyrir að klappa hæðnislega að dómaranum og sagði Don Nelson þjálfari að hann ætti yfir höfði sér aðra stóra sekt frá félaginu fyrir vikið. Hann var sektaður um 50,000 dollara eftir að hann var rekinn úr húsi í leik tvö.Veislan heldur áfram aðfaranótt föstudagsBaron Davis átti enn einn stórleikinn hjá Golden State í nóttNordicPhotos/GettyImages"Dirk tók liðið og setti það á herðarnar á sér í kvöld. Hann bar okkur í gegn um þennan leik og það er það sem við væntum af honum," sagði Devin George hjá Dallas."Við náðum að klára þennan leik í lokin og ég er fyrst og fremst ánægður með það. Nú er Golden State með 10,000 punda pressu á bakinu og klára okkur í næsta leik á heimavelli sínum - þeir vilja ekki þurfa að koma aftur hingað," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas."Mér er sama þó leikur sex verði spilaður á tunglinu. Við erum tilbúnir í slaginn. Þetta er áskorun og við tökum henni með sjálfstraustið í botni," sagði Jason Terry hjá Dallas brattur að vanda."Við þurftum bara að standa vaktina í vörninni í lokin en það tókst ekki. Slæm dómgreind kostaði okkur þennan leik," sagði Don Nelson þjálfari Golden State.Næsti leikur fer fram í Oakland á heimavelli Golden State í Oracle Arena, þar sem ljóst er að stemmingin verður stórkostleg. Leikurinn verður sýndur beint á NBA TV aðfararnótt föstudagsins. Leiktíminn verður nánar kynntur hér á Vísi, en þeir sem ekki hafa tök á að sjá leikinn geta væntanlega fengið að sjá hann á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. Þetta verður leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara, því hér er á ferðinni einhvert skemmtilegasta einvígi í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppninnar.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum