Erlent

1. maí fagnað víða um heim

Guðjón Helgason skrifar

Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag.

Kastró hefur verið heilsuveill frá í fyrra og látið Raúl bróður sinn um að stjórna landinu meðan hann jafnar sig. Óvíst var hvort forsetinn aldni myndi láta sjá sig við hátíðarhöldin í dag. Raunin varð sú að hann hélt sig til hlés, en fagnaðarlætin voru engu minni þó Fídel væri fjarri. Forsetan var óskað góðum bata og sögðu vegfarendur að hann væri í hjarta þeirra við hátíðarhöldin í miðborginni.

Róstusamt var í kínversku borginni Makká í dag. Um þúsund mótmælendur kröfuðst þessa að tekið yrði á spillinu í spilavítisborginni, sem oft er kölluð Las Vegas Asíu. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en fjölmargir mótmælendur voru leiddir á brott í járnum.

Mörghundruð rússneskir þjóðernissinnar tóku þátt í kröfugöngum í Moskvu í dag. Vígorð þeirra var "Rússland fyrir Rússa". Annar hópur gekk aftur á bak í kröfugöngu sinni til marks um það sem þeir segja afturhvarf Rússlands til alræðisstefnu. Hópurinn sem stóð að þeirri göngu hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega.

Gleðin var allráðandi þar sem fyrsta maí var fagnað í Afríkuríkinu Senegal. Lokkandi tónar hljómuðu og ekki annað hægt en að dansa í takt við tónlistina.

Þessum alþjóðlega degi verkamanna var einnig fagnað í Katmandú í Nepal í dag. Mörg þúsund fyrrverandi uppreisnarmenn kommúnista komu saman í höfuðborginni. Þar var áberandi sú krafa uppreisnarmanna um að konungsveldið verði aflagt.

Prachanda, leiðtogi Maóista, sagði þá reiðubúna til að deyja fyrir málstaðinn og hætta að bugta sig og beygja. Maóistar uppfylli skyldur sínar við almenning og ekki sé hægt að miðla málum í þessum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×