Erlent

Hópkynlíf stundað á steinöld

Óli Tynes skrifar
Margar hellaristur eru kynferðislegs eðlis.
Margar hellaristur eru kynferðislegs eðlis.

Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum.

Taylor lagðist í yfirgripsmiklar rannsóknir á þessu. Hann skoðaði bæði hellaristur og forna muni og komst að þeirri niðurstöðu að steinaldrarmenn hafi haft býsna gaman af kynlífi og stundað það ótæplega.

Stóðlíf hafi verið algengt, sem og að karlmenn tækju sér kynlífsþræla. Þá lifðu klæðaskiptingar góðu lífi. Taylor segir einnig að margskonar leikföng ástarlífsins hafi verið notuð, þótt sum þeirra hafi verið nokkuð groddaleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×