Ævintýrið heldur áfram hjá Warriors 30. apríl 2007 05:45 Baron Davis fagnaði innilega í leikslok í nótt og öskubuskuævintýrið heldur áfram á þriðjudagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum