Sport

McEnroe: Federer hefur tvö ár til að sanna sig

Federer og Nadal eru bestu tennisleikarar heimsins, en þó Federer þyki nú þegar einn sá besti allra tíma - slær hann Nadal ekki við á leirvöllunum
Federer og Nadal eru bestu tennisleikarar heimsins, en þó Federer þyki nú þegar einn sá besti allra tíma - slær hann Nadal ekki við á leirvöllunum NordicPhotos/GettyImages

Skaphundurinn og tennisgoðsögnin John McEnroe frá Bandaríkjunum segir að Roger Federer verði að sanna sig á leirvöllum ef hann ætli sér að gera tilkall til þess að verða kallaður besti tennisleikari allra tíma. Federer hefur enn ekki náð að vinna opna franska meistaramótið á Roland Garos þar sem spilað er á leir.

"Roger er þegar einn allra besti tennisleikari sem uppi hefur verið en hann verður að vinna Roland Garros ef hann ætlar sér að verða óumdeildur konungur íþróttarinnar," sagði McEnroe, sem sjálfur náði best í úrslitin á mótinu árið 1984. "Ég veit að Federer getur unnið opna franska - en það verður mjög erfitt fyrir hann því hann er ekki alinn upp við það að spila á leir.

'Eg gef honum bara þetta ár og næsta til að vinna opna franska - því ef hann nær því ekki - verður það bara erfiðara verkefni fyrir hann að yfirstíga. Svo þarf hann auðvitað oftast að mæta Rafael Nadal á leirnum. Nadal finnst mér spennandi tennisleikari sem spilar af mikilli innlifun og við þurfum fleiri eins og hann í sportið," sagði þrefaldur Wimbledon-meistari McEnroe, en sjaldan var lognmolla í kring um hann sjálfan þegar hann spilaði á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×