Erlent

Rússar bulla segir Rice

Óli Tynes skrifar
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að það sé hlægilegt bull í Rússum að þykjast hafa af því áhyggjur að Bandaríkin komi upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu. Condoleezza Rice lét þessi orð falla í Osló í dag, þar sem hún er komin til þess að sitja fund NATO ríkjanna. Bandaríkjamenn og Rússar munu þar eiga tvíhliða fund um eldflaugarnar.

Ætlunin er að setja upp tíu gagneldflaugar í Póllandi og ratsjárstöð til að stýra þeim, í Tékklandi. Flaugunum er ætlað að verja vesturlönd fyrir hugsanlegum eldflaugaárásum frá ríkjum eins og Íran og Norður-Kóreu.

Rice sagði að Rússar ættu þúsundir kjarnaodda og það væri engin glóra í að halda því fram að þeim stafaði hætta af nokkrum gagneldflaugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×