Körfubolti

Carlisle hættur hjá Indiana Pacers

Rick Carlisle er hættur að þjálfa Indiana Pacers
Rick Carlisle er hættur að þjálfa Indiana Pacers NordicPhotos/GettyImages

Rick Carlisle sem þjálfað hefur lið Indiana Pacers í NBA frá árinu 2003 er hættur hjá liðinu. Þetta tilkynnti Larry Bird forseti félagsins í dag. Carlisle náði frábærum árangri með Indiana á fyrsta ári sínu með liðið, en þar á bæ hefur allt verið á lóðréttri niðurleið eftir áflogin í Detroit 2004. Indiana komst ekki í úrslitakeppnina í ár og náði lakasta árangri sínum í nær tvo áratugi.

Carlisle er almennt talinn einn besti þjálfarinn í NBA deildinni og segist hann sjálfur vel geta hugsað sér að halda áfram að þjálfa. Ekkert hefur verið gefið upp um framtíðaráform hans, en honum ku hafa verið boðin staða innan félagsins þó hann stígi úr þjálfarastóli. Carlisle hefur ekki verið öfundsverður af starfi sínu undanfarin 2-3 ár, en þau hafa verið lituð af endalausum vandræðum leikmanna liðsins utan vallar og meiðslum lykilmanna.

Carlisle ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér vinnu í framhaldinu, því auk þess að ná ágætum árangri með Indiana þegar allt lék í lyndi og Detroit þar áður - var hann kjörinn þjálfari ársins í NBA árið 2002.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×