Golf

Heiðar í 11. sæti í Danmörku

Mynd/Stefán Karlsson

Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék annan hringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Hann hefur því leikið 36 holur á samtals einu höggi yfir pari og er í 11.-17. sæti fyrir lokahringinn á morgun.

Hann lék fyrri níu holurnar í dag á tveimur höggum yfir pari og seinni níu á einu höggi undir pari. Hann fékk 2 fugla (10. og 16. holu), 13 pör og 2 skolla. Hann notaði 26 pútt á hringnum og má segja að púttin hafi bjargaði honum því hann hitti aðeins 3 brautir eftir teighöggin. Mótið er hluti af dönsku Scanplan mótaröðinni.

Norðmaðurinn Christian Aronsen er í forystu á átt höggum undir pari(-8) en hann hann lék á 4 höggum undir pari í dag. Síðan koma tveir Svíar á samtals 6 höggum undir pari, en það eru þeir Andreas Högberg og Johann Wahlqvist.

Frétt af Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×