Körfubolti

Phoenix burstaði LA Lakers

Steve Nash gefur hér félaga sínum Leandro Barbosa góð ráð í leiknum í nótt, en Nash þurfti aðeins að spila 25 mínútur í verkefninu og fékk mikilvæga hvíld
Steve Nash gefur hér félaga sínum Leandro Barbosa góð ráð í leiknum í nótt, en Nash þurfti aðeins að spila 25 mínútur í verkefninu og fékk mikilvæga hvíld NordicPhotos/GettyImages

Phoenix náði í nótt 2-0 forystu í einvígi sínu við Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í NBA með auðveldum 126-98 sigri á heimavelli sínum. Sigur Phoenix var aldrei í hættu og líkt og í fyrsta leiknum var það varamaður ársins Leandro Barbosa sem stal senunni.

Barbosa var kjörinn besti sjötti maðurinn í deildinni á dögunum og fékk hann verðlaun sín afhent fyrir leikinn. Barbosa var besti maður Phoenix í fyrsta leiknum og hann var aftur stigahæstur í nótt með 26 stig. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst, Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar.

Kobe Bryant var stigahæstur í slöku liði Lakers með 15 stig og þeir Mo Evans, Lamar Odom og Jordan Farmar skoruðu 10 stig hver. Lakers á næstu tvo leiki á heimavelli sínum og þá verður liðið væntanlega hressara en það var í kvöld - en ljóst er að Phoenix er komið í afar vænlega stöðu í einvíginu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×