Meistarar Miami í vandræðum 25. apríl 2007 03:47 Argentínumaðurinn Andres Nocioni og Tyrus Thomas fagna eins og óðir væru í sigrinum á Miami í nótt NordicPhotos/GettyImages Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Tölfræðin er því ekki beinlínis á bandi meistaranna, því lið sem náð hafa 2-0 forystu í sjö leikja seríu í NBA deildinni hafa í 95% tilvika náð að fara áfram. Það ætti þó að vera meisturunum nokkur huggun að þeir voru einmitt liðið sem náði að afreka að koma til baka eftir að lenda undir 2-0 og það var gegn Dallas í úrslitunum sjálfum í fyrrasumar. Það verður þó líklega eitthvað erfiðara fyrir Miami að grafa sig upp úr þessari holu, því besti maður liðsins Dwyane Wade er þjakaður af meiðslum. Það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá framvindu þessa einvígis, því það eru ekki nema tvö ár síðan Chicago lenti einmitt í því að ná 2-0 forystu gegn Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - en tapa svo fjórum í röð og falla úr keppni. Sóknarleikur Chicago-liðsins var nánast óaðfinnanlegur í nótt og fremstir í flokki voru þeir Ben Gordon með 27 stig og fimm þrista og Luol Deng með 26 stig - flest þeirra í síðari hálfleik. Kirk Hinrich skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chicago hitti úr 55% skota sinna í leiknum og nýtti þar að auki úr tæplega 65% þriggja stiga skota sinna (11 af 17). Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 21 stig og 7 stoðsendingar, en hann tapaði líka 7 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig, flest þeirra í upphafi leiks og þeir Jason Kapono, James Posey og Antoine Walker skoruðu 11 stig hver. Þriðji leikur liðanna er í Miami á föstudagskvöldið og fjórði leikurinn á sama stað á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra um klukkan 17. NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Tölfræðin er því ekki beinlínis á bandi meistaranna, því lið sem náð hafa 2-0 forystu í sjö leikja seríu í NBA deildinni hafa í 95% tilvika náð að fara áfram. Það ætti þó að vera meisturunum nokkur huggun að þeir voru einmitt liðið sem náði að afreka að koma til baka eftir að lenda undir 2-0 og það var gegn Dallas í úrslitunum sjálfum í fyrrasumar. Það verður þó líklega eitthvað erfiðara fyrir Miami að grafa sig upp úr þessari holu, því besti maður liðsins Dwyane Wade er þjakaður af meiðslum. Það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá framvindu þessa einvígis, því það eru ekki nema tvö ár síðan Chicago lenti einmitt í því að ná 2-0 forystu gegn Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - en tapa svo fjórum í röð og falla úr keppni. Sóknarleikur Chicago-liðsins var nánast óaðfinnanlegur í nótt og fremstir í flokki voru þeir Ben Gordon með 27 stig og fimm þrista og Luol Deng með 26 stig - flest þeirra í síðari hálfleik. Kirk Hinrich skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chicago hitti úr 55% skota sinna í leiknum og nýtti þar að auki úr tæplega 65% þriggja stiga skota sinna (11 af 17). Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 21 stig og 7 stoðsendingar, en hann tapaði líka 7 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig, flest þeirra í upphafi leiks og þeir Jason Kapono, James Posey og Antoine Walker skoruðu 11 stig hver. Þriðji leikur liðanna er í Miami á föstudagskvöldið og fjórði leikurinn á sama stað á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra um klukkan 17.
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira