Golf

Heiðar lék á 72 höggum í dag

Mynd/Stefán

Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt.

Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur.

Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari.

Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð.

Frétt af Kylfingur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×