Körfubolti

Sacramento sparkar þjálfaranum

Hinn ungi Eric Musselman þoldi ekki álagið sem fylgdi því að vera þjálfari í NBA.
Hinn ungi Eric Musselman þoldi ekki álagið sem fylgdi því að vera þjálfari í NBA. MYND/Getty

Þjálfarinn Eric Musselman hefur verið rekinn frá Sacramento Kings í NBA-deildinni eftir að hafa stjórnað liðinu í aðeins eina leiktíð. Forráðamenn félagsins tilkynntu um uppsögn Musselman eftir að deildarkeppninni í NBA lauk í gær, en Sacramento vann aðeins 33 af 82 leikjum tímabilsins.

Félagið hyggst taka sér góðan tíma í að finna réttan eftirmann Musselman, að því er Geoff Petrie, forseti Sacramento, segir. "Við höfðum áhyggjur af framþróun liðsins undir stjórn Musselman. Það var ekki það að við komumst ekki í úrslitakeppnina, það var hvernig við komumst ekki í úrslitakeppnina," sagði Petrie þegar hann var spurður um uppsögnina.

Sacramento þótti spila einn allra lélegasta og leiðinlegasta boltann í NBA-deildinni í vetur og var sjálfstraust leikmanna liðsins í molum lengst af.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×