Erlent

Skíthræddir

Óli Tynes skrifar

Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis.

Fnykurinn var sumsstaðar orðinn óbærilegur. Svo datt einhverjum í hug að setja skilti með mynd Kobra-slöngu í vígahug, meðfram vegunum. Og vandinn var leystur. Það virðist sem þeir sem séu illa að sér í hreinlætissiðum séu einnig frekar slakir í dýrafræði. Það eru auðvitað engar Kobra-slöngur í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×