Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð 18. apríl 2007 16:00 NordicPhotos/GettyImages Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira